top of page

Nýleg verk

Mig hefur alltaf langað til...
 
Fjölskyldan.
Þau sem eitt sinn voru bjartasta vonin; nú munaðarlaus og misheppnuð.
Skáld, glæsimenni, úrhrök, bóhemar, bræður og systur.
Einangruð í þrjá daga í eigin heimi.
Rannsókn á því sem var og er og mun verða.
 
Mitt hlutverk: Samvinnuleikstjórn og Freyja.
 
Um verkið:  
Sviðslistaupplifun sem er meira en bara sýning, leikrit eða einföld dægrastytting.
3 sinnum 12 klukkutímar.
Í von um að það veiti okkur gleði og/eða breyti lífi okkar.
 
Verkið var sýnt í Gamla bíó  7-9.maí 2014. Verkið tók tólf klukkutíma í sýningu.  Verkið var samsköpunarverk 2. árs sviðshöfundabrautar við Listaháskóla Íslands.
Glaðir fylgjendur
 

Glaðir fylgendur bjóða þér á samkomu, allir eru velkomnir! Verkið var að hluta til byggt á trúarreynslu höfundar.  Verkið fjallar um trú, en einnig ofbeldi, þörf til að tilheyra hóp og hugmyndina um ákveðinn sannleika.  Rammi verksins er samkoma hjá kristilega söfnuðinum Glöðum fylgjendum. Stjórnandi safnaðarins, Grétar, leiðir samkomuna. Von er á gestapredikara sem Grétar grunar ekki að muni brjóta upp þær hugmyndir sem hann hafði um trú.

 

Mitt hlutverk: höfundur og leikstjóri.

 

Verkið var sýnt í Listaháskóla íslands 28. og 29. mars 2014.  Verkið var einstaklingsverkefni Emelíu á 2. ári sviðshöfundabrautar.  Verkið var endursýnt á listahátíðinni LungA í júlí 2014.  

http://lunga.is/annad/gladir-fylgjendur/

 

Ferðaveldið

Um verkið:

Erum við að fara aftur á bak eða áfram?

Verkið velti upp spurningum í tengslum við árangur femínisma, feðraveldið og stöðu kvenna í heiminum.  Áhorfendur voru sóttir á bíl og á ferðalaginu skiptu þeir tvisvar sinnum um bíl þar sem þar mættu þeim ólíkar persónur.  Verkið var í senn hljóðverk og leikverk þar sem svið verksins var bæði innan bílsins og utan.

 

Mitt hlutverk:  Samvinnuleikstjórn, bílstjóri.

 

Verkið var sýnt í desember 2013.  Verkið var bílferð sem ferðaðist frá bílastæðinu við Menntamálaráðuneytið  í Reykjavík og endaði fyrir aftan Þjóðleikhúsið.  Ferðaveldið var lokaverkefni áfangans Óhefðbundin leikrými í Listaháskóla Íslands.

Þetta eru aðeins sýnishorn af mínum verkum.  Til að hafa samband >>

Milk Project

 

Má bjóða þér mjólk úr mér að drekka?   Sumir hafa aldrei fengið brjóstamjólk, aðrir muna eftir sér á brjósti.  Í heilt kvöld bauð Emelía gestum að drekka sína brjóstamjólk úr litlum staupglösum.  Hún mjólkaði sig fyrir framan áhorfendur og átti notalegt spjall við marga sem smökkuðu mjólkina.  Flestir höfðu sterkar skoðanir á þessari mjólk.

 

,,Er ógeðslegt að drekka hana?"

,,mikið er hún sæt á bragðið!"

,,ég hef heyrt að hún lækni krabbamein".

 

Milk project var sería af litlum performönsum þar sem ég bauð gestum upp á brjóstamjólk.  Lokaverk seríunnar var sýnt á sýningarkvöldinu Dishcharge á Royal Vaux Hall barnum í London í desember 2014.  

bottom of page