top of page

2014  Starfsnám hjá The Famous Lauren Barri Holstein Company, London. 

 

2009-2014 Danskennsla hjá fimleikadeild Hattar.  Yfirumsjón með keppnisdönsum.

2010-2012 og 2014 Yfirumsjón með Listahóp vinnuskóla Fljótsdalshéraðs í samvinnu við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.  Dagleg danskennsla, leiklistarkennsla, kennsla í stuttmyndagerð og listrænni sköpun. Frumsamin verk fyrir hópinn voru m.a. verkin Gahahan (2010), TJALD (2010) og Caprice (2011).

 

2007-2014 Verkefnið Dansstúdíó Emelíu (www.dansstudioemeliu.net) á Fljótsdalsshéraði.  Skipuleggjandi og danskennari.  Skipuleggjandi fjölda námskeiða fyrir alla aldurshópa og stuðlað að dansmenningu á Austurlandi.  Verkefnið hlaut styrk frá Menningarráði Austurlands árin 2012 og 2014

 

2012 Ljósahönnun fyrir No Signal, dansverk eftir Brogan Davison.

 

2008-2012  Spiral Dansflokkurinn (www.spiral.is):
2011-2012  Aðstoðar listrænn stjórnandi flokksins og dramatúrg.
Mars 2009 Dansari í verkinu The Opening, sýnt í Sundhöll Reykjavíkur.

Nóvember 2009 Dansari í verkinu Hjá fröken Carmen, sýnt í Borgarleikhúsinu.

Nóvember 2009 Danshöfundur verksins Að hvolfa sér í verkefni sem sýnt var í Borgarleikhúsinu og á Háskólatorgi. 

2008 Dansari með Spiral Dansflokknum á Unglist í Íslensku óperunni.

 

2012 Háskóladansinn (www.haskoladans.is). Vikuleg danskennsla í nútímadansi fyrir byrjendur.

 

2011 Up North Project (https://www.facebook.com/UpNorthProject), meðstjórnandi og dramatúrg. Verkefnið hlaut styrk frá Norsk-Íslenska menningarsjóðnum.

 

2010 Hagaskóli.  Leiklistarkennsla og umsjón vegna Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík.

 

2009  Danshöfundur og leikmynd fyrir verkið Öfugsnúnar Hindranir. 
Samstarfsverkefni með Viktori Pétri Hannessyni.  Verkið var sýnt í Listasafni Íslands.

 

2009  Danshöfundur fyrir leikfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Söngleikurinn Rent var settur upp í Loftkastalanum. Leikstjóri: Höskuldur Sæmundsson.

 

2008  Valin af UglyDuck.productions til að hljóta þriggja mánaða danshöfundastyrk. Afrakstur vinnunar, dansverkið Er þetta dans?, var sýnt í Smiðjunni í maí 2008.  Verkið hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2009, fyrir danshöfund ársins og dansara ársins.

Listaháskóli Íslands. Sviðshöfundabraut

2010 - 2015

 

Fimm önnum af sex lokið á Sviðshöfundabraut (fyrrum Fræði og framkvæmd) við Listaháskóla Íslands.  Námið er BA próf í leiklist með áherslu á höfundaverk.

 

 

Háskóli Íslands. List- og kvikmyndafræði

​2009

 

Nokkrir áfangar í list- og kvikmyndafræðum við Háskóla Íslands.

 

 

Klassíski Lisdansskólinn.  Nútímalistdansbraut.  
2006-2009

 

Nútímalistdansbraut Klassíska Listdansskólans.  Verðlaun við útskrift: afburðanemandi í danssmíðum.  Nútímadans, danssmíði, Klassískur ballet, jazzballet og fleira.

Curriculum Vitae

Starfsreynsla

 

Nám
bottom of page